Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,74% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,65%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu hins vegar um 0,8% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,14%.

Í síðustu viku voru birtar  útgáfuáætlanir frá Lánamálum ríkisins og Íbúðalánasjóði.  Þar kemur  fram að á þriðja ársfjórðungi ætlar ríkissjóður að selja bréf fyrir 10-30  ma.kr.  Frá því dregst útgáfa í RIKS30 en sá flokkur er eingöngu notaður sem skiptimynt fyrir erlendan gjaldeyri í gjaldeyrisuppboðum SÍ.

Það er þegar búið að gefa út fyrir um 13 ma.kr. af þeim flokki og því dregst útgáfa ríkisbréfa saman sem því nemur.  Einnig má benda á  að það er einnig minna framboð frá Íbúðalánasjóði en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Það var engin útgáfa á öðrum ársfjórðungi og útgáfa fyrsta ársfjórðungs var undir áætlunum.

Það er ekki gert ráð fyrir aukinni útgáfu síðari hluta ársins sem þýðir um 13,5 ma.kr. samdrátt á árinu.  Það er trúlegt að þessar fréttir um minna framboð hafi haft mest áhrif á hækkun á verði skuldabréfa í vikunni.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,33% í síðustu viku. Össur hækkaði mest, um 0,26%. Færeyska olíuleitarfyritækið Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 8,16% og endaði gengið í 180 og hefur því nálgast gengið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn sem endaði vikuna í 173,5.  Lítil viðskipti hafa verið með bréf félagsins í kauphöllinni hér heima síðustu vikur.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 179 miljónir, mest voru viðskipti með bréf í Marel fyrir um 114 milljónir.  Icelandair og Marel voru með rúm 97% af veltu vikunnar.

Júnímánuður var veltuminnsti mánuður ársins á hlutabréfamarkaði.  Veltan í mánuðinum nam ríflega 917 milljónum króna,  næst minnst velta var í april upp á ríflega 1,4 milljarð króna.

Þann 2. ágúst mun BankNordik greiða fyrirfram 500 milljónir DKK inn á lán sem stendur í 1 milljarð DKK og er með ábyrgð danska ríkisins. Næst getur bankinn greitt upp eða inn á lánið 2.nóvember.

Þá hefur BankNordik frá og með 1.júlí tekið yfir rekstur 13 útibúa Amagerbanken í Danmörku.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 123,00 0,00% 0,00% -5,38% -13,38% -13,38% -15,75%
FO-AIR 107,00 0,00% -2,73% -6,14% -7,76% -7,76% -8,55%
FO-ATLA 180,00 -8,16% -10,45% -16,47% -17,24% -17,24% 33,33%
ICEAIR 4,99 0,20% 4,83% 10,40% 58,41% 58,41% 42,57%
MARL 122,50 0,00% -2,39% -4,67% 23,49% 22,50% 38,57%
OSSRu 195,00 0,26% 0,78% 1,04% -3,94% -3,94% 7,14%
OMXI6ISK 956,17 -0,33% -3,09% -4,46% 3,88% 2,40% 6,95%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 4. júlí 2011)

 

Erlend hlutabréf

Miklar hækkanir voru á erlendum hlutabréfum í vikunni.  Heimsvísitalan MSCI hækkaði um 5,41%,  DAX í Þýskalandi um 4,19%, S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 5,67% og Nikkei í Japan um 2,01%.

Rekja má hækkanir á hlutabréfamarkaði til þess að gríska  þingið samþykkti fyrirhugaða niðurskurðaráætlun stjórnvalda. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þrýstu mikið á grísk stjórnvöld að fara í mikinn niðurskurð og endurskipulagningu.

Flestar hrávörur hafa hækkað mikið á árinu. Olía hefur hækkað um 17.44%, rekja má hækkanir á olíu til aukins hagvaxtar og pólitískra óvissu í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Silfur hefur hækkað um 10,37%, Gull hefur hækkað um 5,26% og Ál hefur hækkað um 1,34%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1343,81 5,41% 1,80% -0,13% 4,23% 4,98% 29,63%
Þýskaland (DAX) 7419,44 4,19% 5,69% 3,53% 6,50% 7,44% 27,33%
Bretland (FTSE) 5989,76 5,15% 2,45% -0,30% -0,25% 1,67% 23,99%
Frakkland (CAC) 4007,35 5,96% 3,00% -0,88% 2,33% 5,32% 19,68%
Bandaríkin (Dow Jones) 12582,77 5,48% 3,55% 1,47% 7,63% 8,68% 29,90%
Bandaríkin (Nasdaq) 2816,03 6,17% 3,05% 0,96% 5,03% 6,15% 34,62%
Bandaríkin (S&P 500) 1339,67 5,67% 3,04% 0,51% 5,47% 6,52% 31,01%
Japan (Nikkei) 9868,07 2,01% 4,98% 2,53% -4,16% -2,58% 8,27%
Samnorræn (VINX) 99,72 6,56% -2,31% -6,11% -7,13% -5,77% 19,75%
Svíþjóð (OMXS30) 1118,06 5,95% -1,01% -2,52% -3,75% -2,89% 14,13%
Noregur (OBX) 391,21 6,43% -1,71% -6,50% -2,38% -2,50% 30,65%
Finnland (OMXH25) 2409,83 6,35% -1,75% -9,73% -9,31% -8,06% 17,28%
Danmörk (OMXC20) 436,16 4,86% -3,53% -6,52% -6,29% -4,16% 12,34%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 4. júlí 2011)

 

Krónan

Krónan styrktist í vikunni, en gengisvísitalan lækkaði um 0,32% og endaði í 219,96.

Skuldatryggingaálag á skuldir ríkissjóðs Íslands hefur lækkað verulega undanfarna daga og stendur í 229 punktum. Fyrir um mánuði var það heldur lægra en nú, en hækkaði skarpt í rúmlega 300 punkta í kjölfar þess að ríkissjóður tók erlent lán þann 9. júní sl.

Útistandandi skuldabréf ríkissjóðs í evrum sem eru á gjalddaga í desember á þessu ári og apríl 2012 eru nú á kröfunni 4,5% og 6,1%. Það sem vekur athygli er þessi munur og gæti skýrst á því að ríkissjóður Íslands sé að kaupa úr fyrrnefnda flokknum. Einnig gæti ástæðan verið sú að markaðurinn sé grunnur og strjál viðskipti með bréfin og verðmyndun því ófullkomin.

Allavega er ljóst að markaðsaðilar eru að fá aukið traust á íslenska hagkerfinu. Hins vegar er það slæmt að á þeim tíma sem liðin er frá falli krónunnar að innlendum fyrirtækjum hafi ekki tekist að auka útflutning meira í ljósi stórbættrar samkeppnisstöðu.

Ráðast þarf í ýmsar breytingar sem auka bjartsýni á Íslandi og á það jafnt við um heimili, fyrirtæki, fjárfesta, stofnanir og stjórnvöld. Þar má nefna að mikilvægt er að umhverfið sé lagað þannig að ofangreindir aðilar séu tilbúnir að taka aukna áhættu með sitt fé.

Krafa fólksins í landinu hlýtur að vera að búa við efnahagslegt umhverfi eins og best þekkist. Slíkt umhverfi eitt og sér mun leiðir til mikillar verðmætasköpunar í íslenska hagkerfinu.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 220,66 -0,32% 0,27% -1,70% -5,42% -5,42% -3,42%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 4. júlí 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.