Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,13% en millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,09%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,43% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,16%.

Lánamál ríkisins var með ríkisvíxlaútboð í vikunni. Boðnir  voru tveir flokkar, til þriggja og sex mánaða. Tilboðum var tekið fyrir tæpa 19 milljarða að nafnverði og voru vextir innan við 3%. Það var því mikil eftirspurn og kjörin góð. Það er trúlegt að gjalddagi RB11 sem er 22. júlí n.k. hafi haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.

Í vikunni var annað gjaldeyrisútboð SÍ. Tilboðum var tekið fyrir tæpum 15 milljörðum. Athygli vakti að kaupendur gjaldeyris greiddu með lausu fé en ekki ríkisbréfum. Það styrkir enn frekar þá skoðun að erlendir fjárfestar sem eru með sitt fjármagn bundið í ríkistryggðum bréfum séu mun rólegri með sínar krónueignir en þeir sem geyma aurana í innlánum.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,12%.  Það var aðeins Össur sem hækkaði af þeim félögum sem mynda vísitöluna, um 2,54%.  Icelandair lækkaði mest, um 2,51%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 318 m.kr., mest voru viðskipti með bréf í Marel fyrir um 138 m.kr.  83% af veltu vikunnar var með bréf í Marel og Icelandair.

Talsverður munur er á gengi Össurar í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hér heima. Á föstudaginn var gengið t.d. um það bil 12% hærra hér heima en úti.

Á First North markaðinum hefur bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum hækkað um rúm 36% á síðustu 12 mánuðum og stendur gengið núna í 1.950.  Uppgjör félagsins fyrir 2. ársfjórðung 2011 verður birt eftir lokun markaða fimmtudaginn 4. ágúst.

Samkvæmt tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands hefur stjórn félagsins samþykkt skráningu á First North markaðinn, félagið hefur um árabil verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Nasdaq Omx hefur samþykkt skráninguna. Það eru því orðin 4 félög á First North Iceland markaðnum.  Auk Sláturfélagsins eru Century Aluminum, HB Grandi og Hampiðjan skráð á markaðinn.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 118,00 -1,67% -4,07% -3,28% -15,11% -16,90% -18,06%
FO-AIR 106,00 0,00% -3,64% -3,64% -8,62% -8,62% -9,40%
FO-ATLA 171,50 -2,28% -12,50% -16,14% -19,48% -21,15% 27,04%
ICEAIR 5,05 -2,51% 6,32% 12,47% 22,57% 60,32% 44,29%
MARL 128,00 -1,16% 6,22% -0,78% 12,28% 28,00% 42,06%
OSSRu 202,00 2,54% 3,59% 6,88% 0,50% -0,49% 9,78%
OMXI6ISK 993,98 -0,12% 2,15% 1,46% 1,88% 6,45% 9,67%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 18. júlí 2011)

 

Erlend hlutabréf

Töluverðar lækkanir voru á erlendum hlutabréfamörkuðum.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 2,22%, S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 2,44%, DAX í Þýskalandi um 2,47% og Nikkei í Japan um 1,61%.

Ástæðan fyrir lækkununum mátti meðal annars rekja til frétta af skuldavandræðum Ítala. Vogunarsjóðir ýttu undir óróann með því að skortselja skuldabréf á Ítalska ríkið. FTSE MIB hlutabréfavísitala Ítala lækkaði um 3,15% í vikunni og hefur nú lækkað um 8,60% í mánuðinum.

Auk þess tilkynnti matsfyrirtækið Standard & Poor‘s að það kynni að lækka AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna vegna skulda ríkissjóðs en ef bandaríska þingið samþykkir ekki hækkun á skuldaþaki ríkisins mun það lenda í vanskilum strax í ágúst. Gerist það, sem þó er ólíklegt, munu áhrifin á fjármálamarkaði heimsins verða mjög alvarleg. Áður hafði Moody‘s sett lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1313,17 -2,22% 2,54% -0,28% -0,23% 2,59% 20,49%
Þýskaland (DAX) 7220,12 -2,47% 5,69% 1,83% 0,17% 3,49% 18,46%
Bretland (FTSE) 5843,66 -2,45% 1,55% -1,13% -4,18% -1,63% 12,50%
Frakkland (CAC) 3726,59 -4,78% -3,50% -4,93% -8,05% -3,02% 5,42%
Bandaríkin (Dow Jones) 12479,73 -1,40% 3,96% 2,28% 5,42% 7,79% 23,59%
Bandaríkin (Nasdaq) 2789,80 -2,44% 6,62% 1,99% 0,87% 5,16% 28,03%
Bandaríkin (S&P 500) 1316,14 -2,05% 3,51% 0,84% 1,63% 4,65% 23,60%
Japan (Nikkei) 9936,12 -1,61% 6,66% 4,37% -5,18% -2,49% 6,02%
Samnorræn (VINX) 95,68 -3,82% -0,75% -7,09% -12,65% -10,54% 8,05%
Svíþjóð (OMXS30) 1079,64 -3,65% -0,83% -2,92% -8,89% -7,02% 3,84%
Noregur (OBX) 383,57 -0,48% 1,66% -2,90% -5,70% -4,57% 20,46%
Finnland (OMXH25) 2266,00 -4,70% -4,37% -12,23% -16,83% -14,68% 5,00%
Danmörk (OMXC20) 432,51 -1,24% 2,45% -5,20% -8,73% -5,25% 5,91%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 18. júlí 2011)

Krónan

Krónan veiktist í vikunni, en gengisvísitalan hækkaði um 0,44% og endaði í 222,3472 stigum. Miklar sveiflur voru á verði gjaldmiðla. Svissneski frankinn hækkaði um tæp 5% á móti krónu og jenið um tæp 4%. Norska og sænska krónan veiktust hins vegar á móti íslensku krónunni.

Eins og áður hefur verið nefnt var SÍ með gjaldeyrisuppboð í vikunni. Meðalverð samþykktra tilboða var 216,33 kr. fyrir evru sem er rúmu prósenti lægra verð á evrunni en var í síðasta útboði. Engu að síður er þetta um 30% hærra verð en er miðað við núverandi gengisskráningu.

Krónan hefur veikst töluvert á árinu eða um tæp 7%. Á móti evru hefur krónan hins vegar veikst um tæp 8%. Við teljum líklegt að krónan haldi áfram að veikjast og að uppboðsverðið og gjaldeyrishaftaverðið nálgist hvort annað.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 222,35 0,44% 0,41% 2,36% 5,64% 6,88% 4,19%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 18. júlí 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.