Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Ríkisskuldabréf hækkuðu í verði, sérstaklega óverðtryggð bréf og því lítur út fyrir að dregið hafi úr verðbólguótta fjárfesta. Jafnframt virðast fjárfestar ekki lengur eiga von á vaxtahækkun alveg í bráð. Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,44% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,21%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 2,18% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,70%.

Næsti vaxtaákvörðunardagur SÍ er 17. ágúst og þann dag mun bankinn jafnframt gefa út Peningamál. Við reiknum frekar með því að peningastefnunefnd bankans haldi vöxtum óbreyttum. Ástæða þess er einkum sá óróleiki sem er á erlendum mörkuðum um þessar mundir ásamt því að slakinn í þjóðarbúskapnum er enn mikill.

Hagstofan mun birta tölur um hagvöxt fyrir annan ársfjórðung  þann 8. september og teljum við að peningastefnunefndin bíði þeirra talna áður en hún tekur ákvörðun um hækkun stýrivaxta.

 

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,79%. Mesta lækkun vikunnar var með hlutabréf í Bank Nordik, en bréfin lækkuðu um 2,8%. Aðeins 8 viðskipti voru með bréf Bank Nordik og var veltan rúmar 1,8 milljónir króna. Mest hækkuðu bréf Icelandair eða um 2,38% og var veltan tæpar 182 milljónir króna.

Heildarvelta OMXI6ISK vísitölunnar var rúmar 473 milljónir króna. Mesta veltan var með bréf Marels, eða rúm 54% af heildarveltunni og næst á eftir komu bréf Icelandair sem voru rúm 38% af veltu vikunnar.

Icelandair skilaði góðu uppgjör fyrir annan ársfjórðung.  Hagnaður eftir skatta nam 400 m.kr. en á sama tíma í fyrra var tap upp á 200 m.kr.. Heildarvelta félagsins var 25 milljarðar króna sem er 14% aukning frá sama tíma í fyrra. EBITDA var 2,1 milljarður króna sem er 8,3% af tekjum. Afskriftir námu 1,5 milljarði króna.

Í uppgjörstilkynningu félagsins kemur fram að sterkur innri vöxtur hafi einkennt fjórðunginn og var framboðsaukning í millilandaflugi félagsins 25% milli ára og farþegaaukningin 27% á sama tíma.

Stærstu hindranir félagsins voru hátt olíuverð, eldgos og kjaradeildur og er kostnaður og tekjutap vegna eldgoss og kjaradeilna talinn nema um 600 milljónum króna. Olíuverð var að meðaltali 47% hærra en á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í tilkynningunni að fjárhagsstaða félagsins sé sterk, með eiginfjárhlutfall upp á 29% og að handbært fé og markaðsverðbréf í lok júní hafi numið um 18,4 milljörðum króna. Bókunar og verkefnastaða fyrir komandi mánuði er góð. Reikna má með að olíuverð haldist hátt næstu 12 mánuði og kemur það eflaust til með að hafa áhrif á hagnað félagsins, sem og annarra flugfélaga á næstunni.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 104,00 2,44% -11,02% -16,67% -17,32% -27,08% -27,78%
FO-AIR 105,00 -1,87% -0,94% -4,55% -7,08% -11,02% -10,26%
FO-ATLA 158,00 -2,47% -6,78% -21,98% -25,65% -27,19% -3,66%
ICEAIR 5,17 2,17% 3,40% 6,60% 12,39% 64,13% 52,06%
MARL 122,00 2,47% -1,19% -3,68% 6,87% 24,50% 34,02%
OSSRu 195,50 -1,00% 0,51% 1,02% 0,00% -2,46% -1,78%
OMXI6ISK 952,75 0,54% -1,49% -3,38% -1,45% 3,39% 1,90%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 15. ágúst 2011)

 

Erlend hlutabréf

Miklar sveiflur voru á erlendum hlutabréfamörkuðum en þegar leið á vikuna róaðist markaðurinn að minnsta kosti tímabundið. Í upphafi vikunnar varð mikið verðfall á hlutabréfum og drógu bankarnir markaðinn aðallega niður en hlutabréfaverð hækkaði nokkuð í vikulok.

Heimsvísitalan lækkaði um 1,11%, DAX í Þýsklandi um 3,82%, Nikkei í Japan um 3,61% en svo hækkaði FTSE í Bretlandi um 1,39% og samnorræna vísitalan VINX um 1,08%.

Gullverð heldur áfram að hækka og hefur nafnverð gulls aldrei verið hærra.  Í vikunni fór gullverð hæst í 1.793,05 dali en á enn nokkuð í land með að ná sögulegu hámarki í raunvirði.

Enginn hagvöxtur mældist í Frakklandi á öðrum ársfjórðungi en var hagvöxtur nam 1% á fyrsta ársfjórðungi. Fjárfestar hafa áhyggjur af því að lítill hagvöxtur verði í heiminum á næstunni.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1180,82 -1,11% -10,08% -12,09% -12,16% -7,75% 7,00%
Þýskaland (DAX) 5997,74 -3,82% 5,69% -17,89% -17,86% -12,08% -0,52%
Bretland (FTSE) 5320,03 1,39% -8,29% -9,56% -11,23% -9,17% 1,59%
Frakkland (CAC) 3213,88 -1,97% -12,95% -19,28% -21,08% -14,74% -10,17%
Bandaríkin (Dow Jones) 11269,02 -1,53% -9,70% -10,53% -7,83% -2,66% 9,37%
Bandaríkin (Nasdaq) 2507,98 -0,96% -10,10% -11,33% -10,57% -5,46% 15,39%
Bandaríkin (S&P 500) 1178,81 -1,72% -10,43% -11,88% -11,23% -6,27% 9,22%
Japan (Nikkei) 8963,72 -3,61% -8,90% -5,83% -15,45% -11,17% -1,81%
Samnorræn (VINX) 83,45 1,08% -12,01% -20,43% -20,84% -20,76% -6,05%
Svíþjóð (OMXS30) 957,59 1,03% -11,13% -17,75% -14,78% -16,97% -7,43%
Noregur (OBX) 336,91 0,32% -10,78% -14,08% -15,63% -14,53% 4,87%
Finnland (OMXH25) 1964,97 5,12% -12,26% -23,17% -24,81% -24,36% -11,98%
Danmörk (OMXC20) 372,43 -0,69% -12,20% -18,07% -19,51% -17,01% -8,05%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 15. ágúst 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan lækkaði um 0,64% og endaði í 219,4237 stigum.

Helstu breytingar gagnvart einstökum myntum voru þær að krónan veiktist um 1,60% gagnvart japönsku jeni en styrktist um 1,30% gagnvart kanadadollar, 1,13% gagnvart svissneskum franka og um 1,09% gagnvart norskri krónu.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 219,42 -0,64% -0,70% 0,21% 2,30% 5,47% 5,66%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 15. ágúst 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.