Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,13% og millilöng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,55%. Töluverðar sviptingar voru í óverðtryggðum skuldabréfum, þar lækkuðu löng bréf um 4,92% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 2,09%.

Lánamál ríkisins var með ríkisbréfaútboð á föstudaginn. Boðin voru bréf í RB13 og RB16. Tilboð bárust fyrir 4,55 milljarða að nv. og var tilboðum tekið fyrir 2,1 milljarða. Eftirspurnin var því frekar lítil sem kemur kannski ekki á óvart þar sem SÍ var nýbúin að hækka stýrivexti um 25 punkta og gefa í skyn að stýrivextir yrðu hækkaðir aftur fyrir áramót.

Þriðjudaginn 16. ágúst birti SÍ niðurstöður úr öðru útboðinu þar sem bankinn bauðst til að kaupa evrur gegn afhendingu á ríkisbréfum í verðtryggða flokknum RKS30. Aðeins bárust tilboð fyrir rúmar 700 mkr. og var þeim öllum tekið. Það virðist því vera að fjárfestar sem eiga erlendar eignir séu lítt áhugasamir um að skipta þeim í íslenskar krónur þrátt fyrir slík viðskipti myndu gefa þeim mun hærra verð fyrir evruna en skráð gengi SÍ segir til um.

 

Innlend hlutabréf

Í vikunni hækkaði hlutabréfavísitalan OMXI6ISK  um 0,76%. Viðskipti voru með bréf  Iceland Air, Marels og Össurar og hækkaði verð allra félaganna. Mesta hækkunin var með bréf Marels, en þau hækkuðu um 1,23%.

Heildarvelta OMXI6ISK voru rúmar 338 milljónir króna.  Velta með bréf Marels var tæp 73% af heildarveltunni og tæp 26% af veltunni var í bréfum Iceland Air. Velta með bréf Össurar var einungis rúmt prósent af heildarveltu vikunnar.

Á mánudag verður uppgjör birt fyrir Bank Nordik.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 104,00 0,00% -11,86% -16,13% -16,13% -26,76% -25,71%
FO-AIR 106,00 0,00% 0,00% -3,64% -4,50% -8,62% -9,40%
FO-ATLA 172,00 0,00% 0,29% -13,13% -26,81% -20,92% 21,13%
ICEAIR 5,20 0,58% 4,00% 7,22% 10,63% 65,08% 48,57%
MARL 123,50 1,23% -3,52% -3,52% 4,66% 23,50% 34,24%
OSSRu 196,00 0,26% -3,92% 0,00% -4,39% -3,45% -2,00%
OMXI6ISK 959,98 0,76% -3,49% -4,14% -3,66% 2,81% 3,33%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 22. ágúst 2011)

 

Erlend hlutabréf

Mikil verðfall var á erlendum hlutabréfamörkuðum í vikunni. Heimsvísitala MSCI lækkaði um 4,09%, DAX í Þýskalandi um 8,63% og Nikkei í Japan um 4,63%. Helsta ástæða óróans er óvissa sem ríkir um skuldavanda nokkra evrópuríkja og Bandaríkjanna. Í vikunni gaf Morgan Stanley gaf út hagvaxtaspá fyrir árið 2012 þar sem reiknað er með minni hagvexti í heiminum en menn gerðu ráð fyrir og var það ekki til að bæta geð markaðsaðila.

Hagvöxtur í Þýskalandi, sem er stærsta hagkerfi Evrópu, var 0,1% undir væntingum á öðrum ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri síðan á öðrum ársfjórðungi 2009.

Tólf mánaða verðbólga á evru svæðinu mældist 2,5% í júlí en í júní mældist tólf mánaða verðbólga 2,7%.

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti lánshæfiseinkunn bandaríska ríkisins með einkunnina AAA og stöðugar horfur.  Þetta eru góðar fréttir fyrir Bandaríkin eftir að Standard & Poor's  lækkaði lánshæfiseinkunn ríkisins í AA+ með neikvæðum horfum.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1131,69 -4,09% -16,09% -15,33% -15,43% -11,59% 3,47%
Þýskaland (DAX) 5480,00 -8,63% 5,69% -24,35% -24,89% -20,50% -8,46%
Bretland (FTSE) 5040,76 -5,06% -13,77% -13,97% -14,66% -13,26% -1,49%
Frakkland (CAC) 3016,99 -6,11% -20,39% -23,35% -24,47% -19,60% -13,24%
Bandaríkin (Dow Jones) 10817,65 -3,88% -14,70% -13,54% -11,42% -6,56% 5,91%
Bandaríkin (Nasdaq) 2341,84 -6,58% -18,08% -16,46% -15,04% -11,72% 7,44%
Bandaríkin (S&P 500) 1123,53 -4,63% -16,47% -15,73% -14,59% -10,66% 4,84%
Japan (Nikkei) 8719,24 -2,72% -14,84% -10,19% -19,10% -15,65% -6,01%
Samnorræn (VINX) 78,23 -6,24% -18,70% -25,03% -24,46% -25,41% -10,63%
Svíþjóð (OMXS30) 877,43 -8,37% -18,19% -23,52% -19,76% -22,76% -12,55%
Noregur (OBX) 323,82 -3,89% -16,50% -17,96% -17,70% -18,16% 1,21%
Finnland (OMXH25) 1860,15 -5,33% -17,85% -27,15% -28,24% -28,54% -15,48%
Danmörk (OMXC20) 348,93 -6,31% -20,25% -24,42% -25,08% -23,65% -12,29%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 22. ágúst 2011)

 

Krónan

Gengisvísitalan lækkaði um 0,24% og endaði í 218,9034 stigum. Frá mánaðarmótum hefur gengisvísitalan lækkað um 1,29%.

Helstu breytingar gagnvart einstökum myntum voru þær að krónan veiktist um 0,72% gagnvart sterlingspundi en styrktist um 3,11% gagnvart svissneskum franka, 1,04% gagnvart kanadadollar og um 0,67% gagnvart bandaríkjadollar.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 218,9034 -0,24% -1,55% -0,14% 1,35% 5,22% 5,24%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 22. ágúst 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.