Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Í vikunni hækkaði verð langra verðtryggðra ríkisskuldabréf um 1,36% og verð millilangra verðtryggðra bréfa hækkaði um 0,46%. Millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu hins vegar um 0,57%.

Verðtryggingarálagið hækkaði því töluvert í vikunni eftir að hafa lækkað í vikunni á undan. Verðbólguóttinn virðist ráða ríkjum hjá markaðsaðilum og ljóst að þeir hafa ekki trú á að verðbólgumarkmið SÍ náist á næstunni.

Í vikunni var útboð í tveimur ríkisvíxlaflokkum. Annar með gjalddaga í ágúst og hinn með gjalddaga í nóvember. Töluverður áhugi var á útboðinu og bárust alls tilboð fyrir rúmum 20 milljörðum að nafnverði. Alls var tekið tilboðum fyrir um 13,5 milljörðum og voru vextir víxlanna um 3%.

 

Innlend hlutabréf

Í vikunni hækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,36%. Mest hækkunin var í bréfum Icelandair, en þau hækkuðu um 2,11%. Mesta lækkunin var í bréfum Bank Nordik, þau lækkuðu um 3,15%.

Velta með bréf á OMXI6ISK var rúmar 370 milljónir króna. Mesta veltan var í bréfum Marels, rétt tæpar 140 milljónir króna.

Century Aluminium skilaði í vikunni uppgjöri fyrir fyrstu 3 mánuði ársins.  Þar kom fram að félagið skilaði hagnaði upp á 25 millj. USD, sem er mun betri afkoma en á síðasta ári en þá var hagnaður á sama tíma 6 millj. USD.  EBITDA félagsins var 48 millj. USD sem er 14,7% af tekjum og er þetta hæsta EBITDA hlutfall sem rekstur Century hefur sýnt síðan 2003. Efnahagur félagsins er traustur en eigið fé þess þann 31. mars sl. var 1.169 millj. USD og eiginfjárhlutfallið 61%.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 123 -3,15% 0,82% -2,38% -19,34% -13,38% -21,66%
FO-AIR 110 0,00% 0,00% -0,90% -6,78% -5,17% -13,39%
FO-ATLA 203 0,25% -0,73% -7,73% 6,85% -6,67% 25,70%
ICEAIR 4,85 2,11% 8,02% 12,79% 35,57% 53,97% 56,45%
MARL 129,25 1,77% 0,19% 10,94% 38,09% 29,25% 53,50%
OSSRu 196 0,51% 3,70% -1,01% -5,54% -3,45% 7,40%
OMXI6ISK 999 0,36% 1,99% 2,86% 8,41% 7,01% 7,67%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 16. maí 2011)

 

Erlend hlutabréf

Almenn lækkun var á erlendum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku.  S&P 500 lækkaði um 0,18%, FTSE í Bretlandi um 0,85%, Nikkei í Japan um 2,13% og heimshlutabréfavísitalan MSCI  um 1,18%.

Smásala í Bandaríkjunum jókst um 0,5% í apríl en í könnun á meðal hagfræðinga sem var framkvæmd af Bloomberg fréttaveitunni var að meðaltali búist við 0,6% aukningu.

Það sem af er ári hefur S&P 500 hlutabréfavísitalan hækkað um 6,37%.  Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni hafa 72% fyrirtækja skilað betra uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung en spár gerðu ráð fyrir.

Á sama tíma hafa 58% fyrirtækja í Euro Stoxx 600 birt uppgjör sem voru betri en spár gerðu ráð fyrir.

Ekki lækkuðu þó allir markaðir í liðinni viku og hækkaði til að mynda OMXC20 í Danmörku um 0,97%.  Hækkunina má meðal annars rekja til góðs uppgjörs skipafélagsins A.P. Möller Maersk sem er stærsta fyrirtæki Danmerkur.  Hagnaður félagsins jókst um 85% á milli ára og hækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um 5,2% í vikunni.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1343,17 -1,18% 0,38% -0,66% 10,77% 4,93% 19,52%
Þýskaland (DAX) 7403,31 -1,19% 5,69% -0,81% 10,37% 6,36% 21,42%
Bretland (FTSE) 5925,87 -0,85% -1,48% -2,93% 3,97% 0,12% 12,24%
Frakkland (CAC) 4018,85 -0,97% 0,17% -4,09% 5,82% 4,64% 11,82%
Bandaríkin (Dow Jones) 12595,75 -0,34% 2,06% 2,50% 14,26% 8,79% 18,60%
Bandaríkin (Nasdaq) 2828,47 0,03% 2,31% 0,10% 14,52% 6,62% 20,52%
Bandaríkin (S&P 500) 1337,77 -0,18% 1,37% 0,11% 13,53% 6,37% 17,79%
Japan (Nikkei) 9648,77 -2,13% -0,35% -11,57% -2,44% -6,56% -8,64%
Samnorræn (VINX) 105,80 0,70% 1,20% -1,29% 10,28% -0,78% 20,05%
Svíþjóð (OMXS30) 1166,54 0,75% 3,70% 3,32% 7,52% 0,85% 18,33%
Noregur (OBX) 398,33 -0,24% -1,74% -2,68% 7,80% -1,08% 20,15%
Finnland (OMXH25) 2587,78 0,41% -0,87% -3,15% 5,10% -2,17% 20,98%
Danmörk (OMXC20) 463,50 0,97% -0,40% -2,39% 7,44% 0,58% 13,96%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 16. maí 2011)

 

Krónan

Krónan veiktist aðeins í vikunni. Gengisvísitalan hækkaði um 0,43% og endaði í 218,93 stigum. Frá áramótum hefur krónan veikst um rúm 5%.

Samkvæmt upplýsingum frá SÍ er gjaldeyrisforði hans tæpir 760 milljarðar í lok apríl og hafði þá lækkað um 6 milljarða í apríl. Nettó útgreiðslur bankans næstu 12 mánuði eru um 474 milljarðar en á móti eru lánalínur klárar fyrir um 164 milljarða. Það er því útlit fyrir að öðru óbreyttu að gjaldeyrisforðinn dragist saman um 310 milljarða næstu 12 mánuðina eða um 40% af forðanum.

Það er því líklegt að SÍ auki kaup sín á gjaldeyri næstu misserin til að viðhalda forðanum. Þessi kaup munu auka líkur á að krónan veikist eitthvað, allavega til skemmri tíma.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 218,93 0,43% 0,85% 0,90% 5,74% 5,24% -1,01%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 16. maí 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.