Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.


Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

 

Innlend skuldabréf

Í vikunni hækkaði verð langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% en verð millilangra verðtryggðra bréfa lækkaði um 0,1%. Millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu svo um 0,54%.

Það kom því smá verðleiðrétting á markaðinn eftir miklar verðbreytingar í vikunni á undan.  Markaðurinn náði þar með aftur smá jafnvægi eftir miklar verðbreytingar í maí.  Næstu áhugaverðu dagsetningarnar eru 7. og 15 júní.  Þann 7. júní kemur niðurstaða úr gjaldeyrisútboði SÍ og 15 júní er næsti stýrivaxtaákvörðunardagur.

 

Innlend hlutabréf

Í síðustu viku lækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,53% en markaðurinn var aðeins opinn í fjóra daga.  Eina félagið í vísitölunni sem hækkaði var Atlantic Petroleum, hækkunin nam 2,55%.  Gengið á Össur lækkaði mest í vikunni og endaði í 193,5 og lækkaði því um 1,78%.

Atlantic Petroleum tilkynnti að það hefði dælt upp 81 þúsund tunnum af olíu í maí og er þetta metmánuður hjá félaginu.

Segja má að síðasta vika hafi verið róleg og tiltölulega litlar breytingar á markaði.  Velta með bréf á OMXI6ISK var um 404 miljónir, þar af voru viðskipti með bréf í Marel fyrir 329 milljónir.  Icelandair og Marel voru með rúm 91% af veltu vísitölunar.

Eins og fram kom í síðustu Vikulegum markaðsfréttum ÍV voru ein viðskipti með Össur að fjárhæð 8,9 milljarða.  Þessi viðskipti koma til vegna sölu Eyrir Invest á öllum eignarhluti sínum í Össur.

Viðskiptin fóru fram  á genginu ISK 193 sem jafngildir DKK 8,75 á hlut. Fyrir viðskiptin átti Eyrir 46,5 milljónir hluta í Össuri eða sem jafngilti 10,2% af heildarhlutafé félagsins.

Kaupendur voru lífeyrissjóðir, þar á meðal Lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem hvor um sig eiga núna yfir 5% hlut í Össuri.

Eyrir verða áfram stórir eigendur í Marel og flögguðu í vikunni  með því að fara yfir 35% hlut með kaupum á tæplega eins prósents hlut í félaginu á genginu 124.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 123,00 -0,81% -3,15% -6,11% -16,33% -13,38% -19,08%
FO-AIR 110,00 0,00% 0,00% 0,92% -4,35% -5,17% -14,06%
FO-ATLA 201,00 2,55% -0,74% -15,72% 5,79% -7,59% 25,63%
ICEAIR 4,76 -0,21% 3,70% 3,93% 32,22% 51,11% 53,55%
MARL 125,50 0,00% -1,18% 1,21% 25,50% 25,50% 57,27%
OSSRu 193,50 -1,78% -2,52% -2,27% -6,97% -4,68% 2,93%
OMXI6ISK 986,66 -0,53% -1,42% -2,18% 6,13% 5,67% 9,08%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 6. júní 2011)

 

Erlend hlutabréf

Almenn lækkun var á erlendum hlutabréfavísitölum í síðustu viku.  Heimsvísitala MSCI lækkaði um 1,37%, FTSE í Bretlandi lækkaði um 0,44%, Nikkei í Japan lækkaði um 0,31%, S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um -2,32% og samnorræna VINX vísitalan lækkaði um 2,15%.

Hlutabréf á Wall Street í Bandaríkjunum lækkuðu töluvert þegar nýjar hagtölur í Bandaríkjunum voru birtar í vikunni um fjölgun starfa og framleiðslu en fjárfestar höfðu reiknað með betri útkomu.

Evrópusambandið reynir allt hvað það getur til að tryggja lánafyrirgreiðslur til Grikklands svo landið fari ekki í greiðsluþrot en markaðurinn telur 71% líkur á því að svo fari Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfi ríkisins um 3 stig eða niður í Caa1 og er það 4 stigum frá gjaldþrotseinkunn. Skuldatryggingarálag gríska ríkisins endaði í síðustu viku í 1.379 punktum.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1320,11 -1,37% -2,88% -2,10% 6,05% 3,13% 24,51%
Þýskaland (DAX) 7109,03 -0,76% 5,69% -0,99% 2,21% 2,80% 19,68%
Bretland (FTSE) 5855,01 -0,44% -2,07% -2,29% 1,44% -0,79% 14,19%
Frakkland (CAC) 3890,68 -1,53% -4,50% -3,60% 3,37% 1,86% 12,15%
Bandaríkin (Dow Jones) 12151,26 -2,33% -3,86% -0,15% 6,94% 4,96% 22,34%
Bandaríkin (Nasdaq) 2732,78 -2,29% -3,35% -1,86% 5,31% 3,01% 23,14%
Bandaríkin (S&P 500) 1300,16 -2,32% -2,99% -1,59% 6,30% 3,38% 22,09%
Japan (Nikkei) 9492,21 -0,31% -4,86% -12,28% -7,74% -8,30% -5,26%
Samnorræn (VINX) 102,48 -2,15% -2,83% -2,56% -0,23% -3,91% 18,14%
Svíþjóð (OMXS30) 1133,67 -1,34% -2,09% 1,91% -0,94% -1,90% 14,69%
Noregur (OBX) 397,15 -0,67% -0,70% -3,46% 2,84% -0,98% 24,98%
Finnland (OMXH25) 2464,59 -2,87% -4,62% -4,29% -3,47% -6,48% 16,54%
Danmörk (OMXC20) 454,55 0,28% -3,14% -3,08% 2,80% -1,02% 15,78%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 6. júní 2011)

 

Krónan

Krónan var nær óbreytt í vikunni. Gengisvísitalan lækkaði um 0,10% og endaði í 220,55, en frá áramótum hefur krónan veikst um 5,67%.

Nú hillir undir að ríkissjóður ætli að reyna fyrir sér með fjármögnun á erlendum mörkuðum. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða kjör muni bjóðast. Skuldatryggingálagið til 5 ára er nú um 215 punktar, en ekki er víst að það gefi sterka vísbendingu um þau kjör sem bjóðast.

Þar kemur einna helst til að lánshæfiseinkunn Íslands er mun lægri en ýmissa ríkja Evrópu sem eru með mun hærra skuldatryggingaálag og því töluvert misvægi þar á milli.

Í vikunni tilkynnti Landsvirkjun að fyrirtækið ætli að kaupa til baka eigið skuldabréf í svissneskum frönkum, sem er 40 milljónir franka að nafnvirði (um 5,4 milljarðar króna) og fellur á gjalddaga á næsta ári.

Kaupin verða að teljast jákvæð, en Landsvirkjun hefur sterka lausafjárstöðu og líklega fæst ágæt ávöxtun við að borga bréfið fyrr upp.  Einnig standa vonir til þess að viðskiptin hjálpi til við fjármögnun annarra verkefna félagsins.

Landsvirkjun er því að fara svipaða leið og ríkissjóður gerði á vordögum þegar þeir keyptu til baka hluta af evru skuldabréfi sem er á gjalddaga í desember.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 220,55 -0,10% 1,04% 1,97% 7,17% 6,01% 3,54%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 6. júní 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.