Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Í vikunni hækkuðu verðtryggðu ríkisbréfin. Löng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,83% og millilöng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,50%. Millilöng óverðtryggð bréf lækkuðu um 0,19%.

Engin útboð voru á ríkisbréfum í vikunni, en á föstudag fór fram útboð hjá Lánasjóði sveitarfélaga á skuldabréfum í flokknum LSS 150224. Tilboðum var tekið fyrir 740 milljónir króna að nafnvirði á ávöxtunarkröfuni 3,87%.

Markaðsaðilar sýndu útboðinu töluverðan áhuga en tilboð bárust fyrir tæplega 1,2 milljarða króna að nafnvirði. Er heildarstærð flokksins nú rúmlega 24,3 milljarðar.

Einn flokkur íbúðabréfa er sambærilegur við þennan flokk Lánasjóðs sveitarfélaga. Það er HFF 150224. Krafa þess flokks endaði í 2,65% á föstudaginn. Lánasjóður sveitarfélaga þarf því að borga 122 punkta álag á ríkið.

 

Innlend hlutabréf

Í síðustu viku stóð OMXI6ISK vísitalan nánast í stað á milli vikna.  Aðra vikuna í röð hækkuðu bréf Atlantic Petroleum mest, um 3,56% en gott uppgjör og hækkandi verð á olíu vegna óróa í Afríku og Mið-Austurlöndum hefur haft jákvæð áhrif á gengi bréfa Atlantic Petroleum.

Atlantic Petroleum skilaði sínu besta uppgjöri frá upphafi samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Árið 2010 var hagnaður félagsins 109,1 milljónir DKK en árið 2009 var tap upp á 54,9 milljónir DKK.

Velta með bréf á OMXI6ISK nam 794 milljónum króna og mest var velta með bréf Icelandair eða fyrir 493 milljónir króna.

Aðalfundur Össurar verður haldinn föstudaginn 4.mars og þar verður tekin fyrir tillaga um að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum í kauphöll NASDAQ OMX á Íslandi. 

Væntanlega verður tekist á um það á fundinum þar sem innlendir hluthafar félagsins eru ekki á eitt sáttir um afskráninguna. Þá liggur fyrir tillaga um að stjórn félagsins verði óbreytt frá fyrra starfsári.

Fjármálaeftirlitið hefur staðfest að William Demant Invest, stærsti hluthafi Össurar, þarf ekki að leggja fram yfirtökutilboð þrátt fyrir að hafa aukið hlut sinn um 2,4% í félaginu.  Eignarhlutur þeirra stendur nú í 39,58%.  


Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 125,00 0,81% -8,76% -14,97% -11,35% -11,97% -16,67%
FO-AIR 109,00 -1,80% -2,68% -6,03% -8,40% -6,03% -22,70%
FO-ATLA 233,00 3,56% 8,88% 22,63% 55,33% 7,13% 52,29%
ICEAIR 4,46 -0,89% 9,05% 31,19% 27,43% 41,59% 53,79%
MARL 117,00 -0,43% -0,85% 17,00% 24,73% 17,00% 67,14%
OSSR 197,00 -1,01% -3,90% -8,37% -4,14% -2,96% 16,91%
OMXI6ISK 976,87 0,03% -1,69% 3,27% 2,81% 4,62% 11,11%

 (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 28. febrúar 2011)

Erlend hlutabréf

Töluverð lækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í síðustu viku. S&P 500 lækkaði um 1,72%, DAX í Þýskalandi um 3,25%, Nikkei í Japan um 2,91% og heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 1,56%.  Lækkunina má rekja til vaxandi óróa í Norður Afríku og Miðausturlöndum

Óróinn hefur jafnframt leitt til mikillar hækkunar á olíuverði undanfarið.  Olía til afhendingar í apríl hækkaði til að mynda um rúm 9% í síðustu viku. Verst hefur ástandið verið í Líbíu sem er einn stærsti olíuframleiðandi heims.

Vikulækkun S&P 500 er sú mesta í þrjá mánuði þrátt fyrir að vísitalan hafi hækkað um 1,06% á föstudaginn.  Þann dag voru birtar tölur sem sýna að bjartsýni neytanda í Bandaríkjunum fer vaxandi og hefur ekki mælst hærri í þrjú ár.  Frá áramótum hefur S&P 500 hlutabréfavísitalan hækkað um tæp 5%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1341,30 -1,56% 2,54% 12,38% 24,11% 4,78% 18,35%
Þýskaland (DAX) 7185,17 -3,25% 5,69% 7,02% 20,80% 3,53% 27,86%
Bretland (FTSE) 6001,20 -1,34% 2,02% 8,19% 14,47% 1,38% 11,71%
Frakkland (CAC) 4070,38 -2,09% 1,30% 12,38% 16,24% 6,64% 9,40%
Bandaríkin (Dow Jones) 12130,45 -2,10% 2,01% 10,22% 21,13% 4,78% 17,48%
Bandaríkin (Nasdaq) 2781,05 -1,87% 3,00% 11,32% 31,55% 4,83% 24,25%
Bandaríkin (S&P 500) 1319,88 -1,72% 2,62% 11,80% 25,78% 4,95% 19,50%
Japan (Nikkei) 10526,76 -2,91% 3,77% 6,91% 20,40% 3,86% 4,92%
Samnorræn (VINX) 104,84 -1,15% -1,35% 7,58% 19,32% -1,19% 26,00%
Svíþjóð (OMXS30) 1116,79 -0,04% -3,00% 0,52% 9,99% -3,71% 17,45%
Noregur (OBX) 405,36 0,64% 3,34% 12,49% 26,17% 1,49% 27,96%
Finnland (OMXH25)  2581,97 -2,42% -3,73% 6,03% 16,60% -1,97% 24,37%
Danmörk (OMXC20) 470,61 0,02% 1,55% 10,48% 18,39% 2,56% 32,28%

  (Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 28. febrúar 2011)

Krónan

Gengi krónunnar var því sem næst óbreytt í vikunni og endaði gengisvísitalan í 215,97 stigum.   Frá áramótum hefur gengisvísitalan hækkað úr 208,04 stigum sem jafngildir 3,7% veikingu krónunnar.

Helstu myntir hafa hækkað í verði í krónum talið. Erva hefur hækkað um 4,2%, sterlingspund um 4,7% og bandaríkjadalur um 1,0%. Sænsk króna hefur hækkað mest, um 5,8%, en japanskt jen minnst um 0,2%.

Engar augljósar ástæður eru fyrir þessari veikingu, en mikill afgangur hefur verið af vöruviðskiptum og ströng gjaldeyrishöft við lýði. Helst hefur verið bent á að í upphafi árs hafi erlendir aðilar fært vaxtagreiðslur úr landi af innlendum eignum.

Einnig virðist vera um að ræða misvægi á milli inn- og útflæðis gjaldeyris hjá einstökum bönkum og því hafi þeir þurft að sækja á millibankamarkaðinn í auknum mæli. Einnig má velta fyrir sér áhrifum af gjaldeyrisviðskiptum Seðlabanka Íslands, en hann hefur um skeið verði kaupandi gjaldeyris.

Erfitt er að sjá fyrir sér að gengið veikist verulega miðað við óbreyttar forsendur og frekar að það styrkist vegna innflæðis, ekki síst ef til koma verulegar framkvæmdir innanlands.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 215,97 -0,01% 0,49% 4,16% 2,54% 3,81% -7,22%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 28. febrúar 2011)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.