Standard Life Investments

Íslensk verðbréf hafa um árabil átt farsælt samstarf við skoska eignastýringarfyrirtækið Standard Life Investments. (SLI)  

SLI er eignastýringarfyrirtæki með yfir 300 milljarða USD af eignum í stýringu og 1.700 starfsmenn á 17 starfstöðvum víðsvegar um heiminn en  félagið  rekur sögu sína allt aftur til ársins 1825. Í byrjum mars 2017 tilkynnti Standard Life Plc svo um fyrirhugaðan samruna félagsins við Aberdeen Asset Management en með sameiningu yrði félagið með stærstu [GBG1] og þróuðustu fjárfestingalausnir á alþjóðavísu. 

Íslensk verðbréf bjóða uppá fyrsta flokks þjónustu á alþjóðlegum mörkuðum með  fjölbreyttu úrvali sjóða í stýringu hjá SLI. Um er að ræða  sjóði sem byggja á margskonar aðferðafræði og ná yfir alla helstu eignaflokka og landsvæði.

Með samstarfinu getum við hjá Íslenskum verðbréfum aðstoðað viðskiptavini okkar við að fjárfesta í þeim sjóðum sem henta þeim hverju sinni og fá þeir um leið aðgang  að öflugu fjárfestingarteymi SLI.

Nánari upplýsingar um Standard Life Investments.