Opnað fyrir viðskipti með sjóði

Opnað hefur verið fyrir viðskipti með fimm sjóði sem áður voru starfræktir af Rekstrarfélagi SPRON hf.

Opnað hefur verið fyrir viðskipti með fimm sjóði sem áður voru starfræktir af Rekstrarfélagi SPRON hf.

 

Rekstarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. hefur að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins opnað fyrir viðskipti með fimm verðbréfa- og fjárfestingarsjóði sem áður voru starfræktir af Rekstrarfélagi SPRON hf.

 

Sjóðirnir sem um ræðir eru Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa, Stýrður hlutabréfasjóður og Íslenskur hlutabréfasjóður.  Þessu til viðbótar hefur verið opnað fyrir innlausnir í Alþjóðlega hlutabréfasjóðnum og BRIK hlutabréfasjóðnum. 

 

Allir sjóðirnir eru starfræktir af Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf. en voru fram til 3. júní í umsjá Rekstrarfélags SPRON hf.

 

Íslensk verðbréf þjónusta sjóðina og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við skiptiborð í síma 460 4700.  Einnig má senda fyrirspurn á netfangið iv@iv.is