Eignastýring fyrir alla

Eignastýringarsafn ÍV - I og Eignastýringarsafn ÍV - II

 

Eignastýringarsöfnin eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 128/2011 og eru starfræktir af Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf.  Sjóðirnir bjóða upp á góða áhættudreifingu og tækifæri til góðrar ávöxtunar.  Helstu kostir Eignastýringarsafns ÍV-I og Eignastýringarsafns ÍV-II eru þessir:

  • Góð áhættudreifing
  • Góðir ávöxtunarmöguleikar
  • Aukið vægi ríkistryggðra eigna
  • Gott upplýsingaflæði – mánaðarlegt rafrænt yfirlit
  • Einfaldari skattframtalsgerð
  • Staðgreiðsla á skatti eingöngu við innlausn

Lágmarkskaup eru 3.000 krónur og uppgjörstími eru 2 virkir dagar.

Hægt er að fjárfesta í gegnum vef Íslenskra verðbréfa með því að smella hér - einnig er hægt að hafa samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða með tölvupósti á iv@iv.is.