Tveir nýir eignastýringarsjóðir

Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf hefur opnað tvo nýja verðbréfasjóði.

 

Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf hefur opnað tvo nýja verðbréfasjóði.  Sjóðirnir nefnast annars vegar Eignastýringarsafn ÍV-I og Eignastýringarsafn ÍV-II og hafa verið mótaðar sérstaklega að þörfum einstaklinga og lögaðila.

Eignastýringarsöfnin bjóða upp á góða áhættudreifingu og tækifæri til góðrar ávöxtunar.  Helstu kostir Eignastýringarsafns ÍV-I og Eignastýringarsafns ÍV-II eru þessir:

  • Góð áhættudreifing
  • Góðir ávöxtunarmöguleikar
  • Aukið vægi ríkistryggðra eigna
  • Gott upplýsingaflæði – mánaðarlegt rafrænt yfirlit
  • Einfaldari skattframtalsgerð
  • Staðgreiðsla á skatti eingöngu við innlausn

Fram til 30. júní n.k. verður veittur 50% afsláttur af söluþóknun sjóðanna.  Ráðgjafar Íslenskra verðbréfa veita nánari upplýsingar auk þess sem hægt er að ganga frá kaupum í sjóðunum hér.