Styrkár Hendriksson hefur verið ráðinn sérfræðingur í verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum

Styrkár Hendriksson hefur  verið ráðinn sérfræðingur í verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum.  Íslensk verðbréf voru stofnuð árið 1987 og eru með um 125 milljarða kr. í virkri stýringu fyrir viðskiptavini sína.

 Styrkár hefur undanfarið ár starfað við fjármálaráðgjöf en var áður forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arion banka 2012-2015 og forstöðumaður hjá MP Banka 2003-2012 á sviðum markaðsviðskipta, áhættustýringar, eignastýringar, viðskiptaþróunar og eigin viðskipta.  Þar á undan starfaði Styrkár sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Eimskipafélag Íslands og um árabil í Bandaríkjunum hjá Greenwich Capital Markets (nú RBS Securities Inc.), ILX Systems og QualComm.

Styrkár er með MBA gráðu frá New York University, Stern School of Business og B.Sc. í tölvunarfræði frá University of London.  Styrkár hefur lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun.

ÍV Markaðsviðskipti hafa allt frá stofnun félagsins verið mikilvægur þáttur í rekstri þess. Starfsfólk ÍV Markaðsviðskipta hafa viðtæka þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og leggja metnað sinn í að veita persónulega ráðgjöf og vandaða þjónustu.